Fótbolti

Hermann ekki með í landsleikjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Arnþór

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum en hann meiddist strax á fyrstu æfingu liðsins á þriðjudag.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að það hafi komið endanlega í ljós í gærkvöldi að þessi meiðsli gerðu það að verkum að hann yrði að draga sig úr landsliðshópnum.

Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 á laugardaginn og svo Georgíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.

Hermann átti við meiðsli að stríða í síðasta mánuði og lék af þeim sökum ekkert með liði sínu, Portsmouth, í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar.

Líklegt er að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari muni kalla á nýjan leikmann í íslenska landsliðshópinn í staðinn fyrir Hermann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×