Innlent

Sektaður fyrir horaðar hryssur

Hestar á beit. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Hestar á beit. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Bóndi í Bláskógabyggð var dæmdur til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun tveggja hrossa. Við skoðun kom í ljós að holdstig hestanna voru á kvarðanum 1,5 til 2.

Holdastig 1,0 til 1,5 merkir að hross er horað eða grindhorað þannig að það hljóti jafnvel varanlegan skaða af. Hross með holdastig 2,0 til 2,5 eru verulega aflögð.

Um var að ræða brúna eldri hryssu auk rauðstjörnóttrar eldri hryssu en báðar voru þær ómerktar. Fyrir utan að vera með lágt holdstig þá voru þær eð slæmar hófsperrur og mjög slæma sinabólgu á öllum fótum.

Bóndinn játaði brot sín greiðlega en brotið átti sér stað árið 2007.

Með hliðsjón af greiðlegri játningu bóndans og þess að langur tími leið, eða um eitt og hálft ár, frá því að brotið var upplýst og þar til ákæra var gefin út, en engin skýring hefur fengist á þessum drætti, þótti hæfilegt að sekta bóndann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×