Enski boltinn

Hentar spænski boltinn ekki Ronaldo?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Carlos Cuellar, varnarmaður Aston Villa, telur best fyrir Cristiano Ronaldo að vera áfram í herbúðum Manchester United. Hann er ekki viss um að Ronaldo myndi finna sig eins vel í spænsku deildinni.

Cuellar telur að minna pláss og hægari sóknaruppbygging í spænska boltanum taki margt af því besta úr leik Portúgalans. Real Madrid hefur lengi verið á eftir Ronaldo.

„Ég er ekki viss um að deildin henti honum. Hann er frábær leikmaður en á Spáni er leikurinn mun taktískari, sóknirnar eru hægari og öðruvísi. Hans sprengikraftur og hraði nýtast betur hér á Englandi," sagði Spánverjinn Cuellar.

„Ég ber hann saman við Fernando Torres sem hefur spilað betur hér en á Spáni vegna þess hraða sem hann hefur. Hann hefur nýtt sér það pláss sem hann fær í ensku úrvalsdeildinni en er ekki á Spáni."

Cuellar var spurður út í hvaða leikmenn á Englandi hann telur að henti spænsku deildinni. „Wayne Rooney, Carlos Tevez, Steven Gerrard og nokkrir leikmenn úr Chelsea henta betur í spænska boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×