Innlent

Brotist inn í björgunarsveitarbíl

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
í morgun var brotist inn í bíl sem er í eigu björgunarsveitarinnar Ársæls. Nokkrir félagar sveitarinnar voru ásamt fleiri björgunarsveitamönnum við æfingar í nýbyggingu við Reykjavíkurhöfn þegar rúða var brotin í bílnum og tölvuskjár ásamt bakpoka með ýmsum mikilvægum skjölum eins björgunarsveitamannana hrifsuð úr bílnum og hlaupið á brott.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ársæli. Þá segir að starfsmenn í nálægu fyrirtæki hafi séð til þjófsins á hlaupum í burtu, en hann hafi ekki náðst.

„Á hlaupunum í burtu hefur þjófurinn hent skóm og gosflöskum úr bakpokanum. Bíllinn er ekki tiltækur í útköll á meðan beðið er eftir nýrri rúðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×