Enski boltinn

De Jong kominn til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nigel de Jong í leik með Hamburger Sportverein.
Nigel de Jong í leik með Hamburger Sportverein. Nordic Photos / Bongarts
Hollendingurinn Nigel de Jong hefur samið við Manchester City til næstu fjögurra ára.

Félagið hefur staðfest þetta á heimasíðu sinni en hann kemur frá HSV í Þýskalandi fyrir óuppgefna upphæð.

De Jong er 24 ára gamall miðvallarleikmaður og á að baki 29 leiki með hollenska landsliðinu. Hann gekkst undir læknisskoðun í dag.

Hann kom til HSV frá Ajax í Hollandi árið 2006 og lék með Vincent Kompany, núverandi leikmanni City, í Þýskalandi.

City hefur nú fengið tvo leikmenn á stuttum tíma en fyrir skömmu samdi Craig Bellamy við félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×