Íslenski boltinn

Ásmundur: Hefði getað dottið okkar megin

Elvar Geir Magnússon skrifar

KR vann útisigur á Fjölni í kvöld 2-1. KR-ingar skoruðu sigurmarkið í seinni hálfleiknum en Fjölnismenn höfðu verið líklegri í hálfleiknum fram að því.

„Þetta var bara hörkuleikur sem hefði getað dottið hvorum megin sem var. Við vorum aðeins undir í fyrri hálfleik en náðum að loka betur á þá í seinni hálfleiknum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.

Andri Valur Ívarsson kom Fjölni yfir í leiknum en skömmu seinna jafnaði Björgólfur Takefusa. KR var með flest völd í fyrri hálfleik en heimamenn komu ákveðnari í seinni hálfleikinn.

„Möguleikarnir voru okkar framan af seinni hálfleiknum og ég var því mjög svekktur að fá þetta mark í bakið," sagði Ásmundur. Spurður út í hugsanlegan liðstyrk til Fjölnis sagði hann að þau mál væru í vinnslu og bæði væri horft á markaðinn heima og erlendis í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×