Lífið

Bubbi mætti í afmæli FM 957 - myndir

Afmælisgestirnir Bubbi, Helgi, Pétur og Raggi.
Afmælisgestirnir Bubbi, Helgi, Pétur og Raggi.

Á meðfylgjandi myndum má sjá gamla útvarpsmenn og frægar poppstjörnur eins og Bubba, Ragga Bjarna, Helga Björns og Pétur Jóhann fagna 20 ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM 957.



„Þór og Steini voru reglulega með fastan lið í þættinum hjá sér sem var „Hver er í flottari sokkum," svarar Heiðar Austmann útvarpsmaður aðspurður út í sokkana sem skoða má í myndsafninu.
Þór og Steini.

„Í morgun þá var Steini í tveimur mismunandi sokkum, annar var Bubbi Byggir sokkur og hinn var svona dökkblár með stoppara á ilinni eins og fyrir litlu börnin," segir Heiðar. 

 

"Þór var hinsvegar í einhverjum köflóttum sokkum sem varð til þess að Steini rúllaði upp keppninni."

Sleðar... Brynjar Már og Helgi Björns.

„Mér var svo sagt það að það var hægara sagt en gert að vinna Steina í þessari „sokka keppni" hér á árum áður, hann var svo frumlegur," segir Heiðar að lokum.

Heimasíða Fm 957






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.