Barðastrandaránið: „Ég er bara heppinn að lifa þetta af“ Valur Grettisson skrifar 26. maí 2009 14:47 „Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000. Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000.
Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51