Barðastrandaránið: „Ég er bara heppinn að lifa þetta af“ Valur Grettisson skrifar 26. maí 2009 14:47 „Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000. Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000.
Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51