Íslenski boltinn

Keflavík semur við danskan markvörð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur. Mynd/Anton

Keflavík hefur gengið frá samningum við danska markvörðinn Lasse Jörgensen sem kemur frá danska liðinu Silkeborg.

Þetta sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Hann var með okkur í æfingaferðinni í Portúgal og stóð sig vel þar," sagði Kristján en liðið er nýkomið heim frá Portúgal.

„Hann hefur alla sína tíð verið hjá Silkeborg og á að baki sautján leiki með aðalliðinu. Hann er hins vegar að losna undan samningi sínum við félagið og gat því samið við okkur."

Kristján segir þó ekki sjálfgefið að Jörgensen fari beint í byrjunarliðið og að hann muni keppa um stöðuna við Magnús Þormar. Keflvíkingar hafa verið á höttunum eftir markverði síðan að Ómar Jóhannsson meiddist illa í vetur.

Hann sagði heldur ekki útilokað að Keflavík fái fleiri leikmenn. „Það kemur í ljós í næstu viku," sagði hann og vildi ekki tjá sig mikið meira um það. Sagði þó að um erlenda leikmenn væri að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×