Enski boltinn

Mark Hughes: Erum á eftir sæti Liverpool í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes, stjóri Manchester City.
Mark Hughes, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, er örugglega að reyna að setja enn meiri pressu á Rafael Benitez, stjóri Liverpool, með því að gefa það út að Manchester City ætli sér að ná í Meistaradeildarsæti Liverpool. Hughes er á því að Manchester United, Chelsea og Arsenal verði ekki haggað úr efstu þremur sætunum.

„Eitt af fjórum efstu liðunum er vanalega veikast fyrir og eins og staðan er í dag þá er það lið Liverpool. Það er ólíklegt að það breytist mikið úr þessu," sagði Hughes á blaðamannafundi fyrir leik á móti Tottenham á morgun.

„Það er langlíklegast að það muni aðeins eitt lið brjóta sér leið inn í hóp fjögurra efstu liðanna á þessu tímabili. Það breytist kannski í framtíðinni en á meðan verður þetta barátta um fjórða sætið þó svo að ég sé viss um að Rafa andmæli því," sagði Hughes.

Manchester City er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leiki vikunnar og hefur fengið tveimur fleiri stig en lið Liverpool sem er í 7. sætinu þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×