Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júlí 2009 13:15 Óli Stefán Flóventsson. Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þessi tvö lið eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 11 stig, en Fjölnismenn hafa leikið leik meira. Þetta er sérstakur leikur fyrir Óla Stefán sem gekk nýverið til liðs við Grindavík en í fyrra var hann hjá Fjölni. „Ég er búinn að bíða aðeins eftir þessum leik síðan ég ákvað að koma heim," segir Óli Stefán sem var hjá Vard í Haugasund í Noregi. „Þetta verður erfitt verkefni. Ég er með svipaða tilfinningu og þegar ég var í Fjölni í fyrra og mætti Grindavík. Það verður gaman að mæta gömlu félögunum og ég efa það ekki að þeir ætli að láta mig finna fyrir því í kvöld." „Botnbaráttan í þessari deild er rosaleg og liðin sem eru í þessum pakka hafa öll verið að ná í stig. Það er alveg klárt að við þurfum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði í kvöld til að ná að eins að rífa okkur frá þessu. Við eigum leik inni en maður hefur ekkert sérstaklega góða reynslu af því svo ég ætla ekki að fara neitt að reikna með þeim stigum," segir Óli Stefán. Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir. Nítján ára enskur varnarmaður mætti á sína fyrstu æfingu hjá Grindavík í gær. Ben Ryan Long heitir hann, var í unglinga-akademíu Hearts í Skotlandi og verður til reynslu næstu daga. „Þetta var frekar róleg æfing í gær enda síðasta æfing fyrir leik. Það var erfitt að dæma hann eftir þá æfingu en þetta virðist ekta breskur leikmaður, mikill tæklari og sterkur í loftinu," segir Óli Stefán. Tor Erik Moen. norskur sóknarmaður sem Óli Stefán kynntist hjá Vard, var til reynslu hjá Grindavík um daginn en fór síðan til Marokkó að skoða aðstæður hjá liði þar. „Ég spjallaði við hann áðan. Hann er að klára þessa ferð til Marokkó og var hrifinn af félaginu þar. Samt sem áður segir hann alveg líklegt að hann komi hingað. Hann er að ganga frá lausum endum og þetta ætti að koma í ljós í dag eða á morgun," segir Óli Stefán Flóventsson. Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:19:15 Grindavík - Fjölnir 19:15 Valur - Keflavík 19:15 Þróttur - KR 20:00 Fylkir - Fram (Stöð 2 Sport) Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira