Innlent

Vilja göng til Dýrafjarðar

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.

Sama dag og lokasprengjan í Óshlíðargöngum verður sprengd er efnt til baráttufundar um önnur göng, Dýrafjarðargöngin. Fundurinn fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í hádeginu á laugardaginn.

Dýrafjarðargöng eiga að liggja frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. Þau verða 5,6 kílómetra löng og munu ásamt nýjum vegi stytta Vestfjarða­veginn um 27,4 kílómetra. Fulltrúum allra þingflokka hefur verið boðið á fundinn, þar sem kynnt verður umhverfismat og störf nefndar á vegum samgöngu­ráðuneytisins um vega­lagningu á Dynjandisheiði. - th




Fleiri fréttir

Sjá meira


×