Innlent

Piparkökubær endurreistur

Piparkökuhús Húsin sem eyðilögð voru í Bergen voru glæsileg rétt eins og þau sem hafa verið til sýnis á árlegri piparkökuhúsasýningu í Kringlunni.
Piparkökuhús Húsin sem eyðilögð voru í Bergen voru glæsileg rétt eins og þau sem hafa verið til sýnis á árlegri piparkökuhúsasýningu í Kringlunni.

Íbúar í Bergen vinna nú hörðum höndum að því að endurreisa piparkökubæinn sem lagður var í rúst aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að margir leggi hönd á plóginn er samt ljóst að bærinn verður ekki opnaður nú um helgina heldur í næstu viku.

650 hús höfðu verið sett upp í miðbæ Bergen síðastliðinn laugardag en flest voru eyðilögð í skemmdarverki sem bæjarbúar eru mjög ósáttir við enda piparkökubærinn orðinn að jólahefð í bænum.

Tveir menn voru handteknir í fyrradag grunaðir um skemmdarverkið en látnir lausir að loknum yfirheyrslum.

Íbúar hafa þegar bakað 100 ný hús og að því er fram kemur í dagblaðinu Bergens tidende eru þeir mjög áhugasamir um endurreisnina. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×