Erlent

Sólin óvenjuróleg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Spacetoday.org

Ótrúlegt en satt. Sólin hefur sjaldan eða aldrei látið jafnlítið fyrir sér fara og nú velta furðu lostnir vísindamenn því fyrir sér hvort það sé líka kreppa á sólinni.

Yfirleitt gengur sólin gegnum 11 ára hringferli og skín misskært meðan á því stendur. Í fyrra hefði hún, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, átt að veita okkur sitt skærasta skin, þrátt fyrir minnstu virkni í eldgosum síðastliðin 100 ár og minnsta vindhraða síðustu 55 árin. Eitthvað brást þó þarna og nú segja sólfræðingar stöðuna hreinlega vera furðulega þótt ekki sé meira sagt.

Við stjörnufræðideild Háskólans í London klóra menn sér hreinlega í höfðinu og vita ekki alveg hvernig skuli skýra þessi rólegheit sólarinnar. Síðast muna þeir til þess að sólin hafi tekið upp á slíkum undarlegheitum um miðbik 17. aldar, á svokölluðu Maunder-tímabili, en nú er ekkert sem bendir til þess að henni ætti að líða eitthvað illa svo menn átta sig ekki alveg en benda þó á að virkni sólarinnar hafi verið að minnka hægt og rólega síðan 1985. Vonandi fáum við þó að njóta hennar á komandi sumri, hvað sem veldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×