Innlent

Sirtaki komin til hafnar á Eskifirði

Skútan kom til hafnar í morgun.
Skútan kom til hafnar í morgun. MYND/PJETUR

Smyglskútan Sirtaki lagðist að bryggju í Eskifirði rétt eftir klukkan átta í morgun. Þó nokkur viðbúnaður lögreglu er við höfnina og hefur henni verið lokað. Að sögn Sigurðar Ingólfssonar fréttaritara er varðskipið Týr lagst að bryggjunni og er skútan bundin við stjórnborða skipsins.

Mennirnir þrír sem grunaðir eru um að hafa smyglað 109 kílóum af fíkniefnum um borð í skútunni eru um borð í Tý en þeir verða fluttir í lögreglubílum til Egilsstaða og þaðan verður flogið með þá til Reykjavíkur. Þar verða þeir yfirheyrðir og ákvörðun tekin í framhaldi af því um að óska eftir gæsluvarðhaldi.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort skútan Sirtaki verði flutt beina leið til Reykjavíkur eða hvort hún verði rannsökuð nánar á Eskifirði.


Tengdar fréttir

Skútumálið - fréttaskýring

Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, hassi og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt.

Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar

Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Tveir Íslendingar og einn Hollendingur um borð í skútunni

Heimildir fréttastofu herma að tveir þeirra sem teknir voru um borð í skútunni í gærkvöldi sem talið er að hafi smyglað rúmlega hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins, séu Íslendingar. Þriðji maðurinn sem var um borð í skútunni mun vera Hollendingur.

Smyglskúta á flótta

Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði.

Von á Sirtaki til hafnar innan tíðar

Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni Sirtaki klukkan átta nú í morgunsárið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum

Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan.

Höfuðpaurarnir áður verið ákærðir fyrir stórfellt smygl

Tveir menn sem sýknaðir voru í stóru kókaínmáli árið 2007 eru taldir vera höfuðpaurarnir í smygli á 109 kílóum af fíkniefnum. Þeir voru sýknaðir í málinu og stendur annar þeirra í skaðabótamáli við íslenska ríkið þar sem hann krefst fimmtán milljóna í bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Lengsti dómur níu og hálft ár

Smyglmálið fyrir austan leiðir hugann að Pólstjörnumálinu svokallaða sem kom upp árið 2007. Sex sakborningar voru dæmdir hér á landi og einn í Færeyjum. Lengsta dóminn hlaut Einar Jökull Einarsson, níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja innflutninginn.

Þrír menn handteknir um borð í skútunni

Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför.

Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð

Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein.

109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni

Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri.

Smyglskúta enn ófundin

Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjórans reyna enn að hafa uppi á skútunni sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×