Innlent

Kartöfluuppskera framar vonum

Þetta eru ekki hornfirsku kartöflurnar, þær eru vafalítið mun fínni.
Þetta eru ekki hornfirsku kartöflurnar, þær eru vafalítið mun fínni.

Kartöfluuppskera í Hornafirði er nú meiri en bændur muna til að hún hafi nokkurn tímann verið, að því er fram kemur á vef Hornafjarðar. Einn bóndinn fór að taka upp premier-kartöflur strax í júní, sem er líka fyrr en vant er, og að því loknu setti hann aftur niður í garðinn og bíður þess nú hvort hann fái tvær uppskerur úr honum í sumar. Það yrði afar fátítt, ef ekki eins dæmi. Mikil uppskera í Hornafirði kemur í góðar þarfir þar sem einhver mesti uppskerubrestur til þessa varð í Þykkvabænum, eftir að kartöflugrösin féllu þar í næturfrosti i júlí og kartöflurnar hættu að vaxa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×