Umfjöllun: Öruggur sigur Fram á KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 00:01 Ingvar Ólason og Prince Rajcomar berjast um boltann í kvöld. Mynd/Arnþór Fram vann í dag öruggan og síst of stóran 3-0 sigur á KR í fyrsta leik 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis og Almarr Ormarsson einu sinni en Fram komst yfir með tveimur mörkum með mínútu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en KR-ingar voru mun meira með boltann. Þeir héldu honum ágætlega í sínum röðum en náðu að skapa sér fá færi. Framarar hins vegar voru duglegir að færa sér mistök varnarmanna KR í nyt en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Hjálmar fékk tvö bestu færi Fram í fyrri hálfleik en heimamönnum óx ásmegin eftir því sem á leið í leiknum. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og komust yfir strax á 51. mínútu. Skömmu áður höfðu KR-ingar farið fram á víti en fengu ekki. Strax eftir að Framarar unnu boltann kom Heiðar Geir Júlíusson honum á Hjálmar sem lét vaða rétt utan vítateiginn vinstra megin. Boltinn hafnaði í netinu og Stefán Logi markvörður kom engum vörnum við. Aðeins mínútu síðar kom næsta mark. Halldór Hermann Jónsson kom boltanum inn á miðjan vítateiginn þar sem Almarr var á réttum stað og skoraði mark með laglegu skoti. Eftir þetta héldu Framarar áfram að sækja grimmt og hefðu getað skorað mun fleiri færi. Bæði var bjargað á línu auk þess sem að sóknarmenn Fram fóru einfaldlega illa með færin sín. Ekkert gekk hjá KR og var hreinlega grátlegt að fylgjast með liðinu - ekkert gekk, hvorki sendingar né einstaklingsframtök. Það var því eins og að strá salt í sár KR-inga þegar að Hjálmar skoraði þriðja mark leiksins. Löng sending kom fram á völlinn og hafði Hjálmar betur í kapphlaupinu við Mark Rutgers um boltann. Stefán Logi kom út á móti honum en Hjálmar lék á hann og sendi svo boltann framhjá Grétari í autt markið. Þar með var sigurinn gulltryggður og þrjú dýrmæt stig í húsi hjá Frömurum. Fram - KR 3-0 1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.) 2-0 Almarr Ormarsson (52.) 3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1.034 Dómari: Magnús Þórisson (6)Skot (á mark): 9-10 (5-5)Varin skot: Hannes 5 - Stefán Logi 1.Horn: 5-7Aukaspyrnur fengnar: 8-6Rangstöður: 5-0 Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 7 Paul McShane 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Ingvar Ólason 6 (86. Jón Guðni Fjóluson -) Heiðar Geir Júlíusson 7 Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur Björn Grímsson -) Hjálmar Þórarinsson 8 - maður leiksins (89. Ívar Björnsson -)KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 4 Mark Rutgers 2 Jordao Diogo 3 Gunnar Örn Jónsson 4 (58. Óskar Örn Hauksson 5) Jónas Guðni Sævarsson 4 Baldur Sigurðsson 2 Bjarni Guðjónsson 5 Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01 Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Fram vann í dag öruggan og síst of stóran 3-0 sigur á KR í fyrsta leik 8. umferðar Pepsi-deildarinnar. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis og Almarr Ormarsson einu sinni en Fram komst yfir með tveimur mörkum með mínútu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en KR-ingar voru mun meira með boltann. Þeir héldu honum ágætlega í sínum röðum en náðu að skapa sér fá færi. Framarar hins vegar voru duglegir að færa sér mistök varnarmanna KR í nyt en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Hjálmar fékk tvö bestu færi Fram í fyrri hálfleik en heimamönnum óx ásmegin eftir því sem á leið í leiknum. Þeir héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og komust yfir strax á 51. mínútu. Skömmu áður höfðu KR-ingar farið fram á víti en fengu ekki. Strax eftir að Framarar unnu boltann kom Heiðar Geir Júlíusson honum á Hjálmar sem lét vaða rétt utan vítateiginn vinstra megin. Boltinn hafnaði í netinu og Stefán Logi markvörður kom engum vörnum við. Aðeins mínútu síðar kom næsta mark. Halldór Hermann Jónsson kom boltanum inn á miðjan vítateiginn þar sem Almarr var á réttum stað og skoraði mark með laglegu skoti. Eftir þetta héldu Framarar áfram að sækja grimmt og hefðu getað skorað mun fleiri færi. Bæði var bjargað á línu auk þess sem að sóknarmenn Fram fóru einfaldlega illa með færin sín. Ekkert gekk hjá KR og var hreinlega grátlegt að fylgjast með liðinu - ekkert gekk, hvorki sendingar né einstaklingsframtök. Það var því eins og að strá salt í sár KR-inga þegar að Hjálmar skoraði þriðja mark leiksins. Löng sending kom fram á völlinn og hafði Hjálmar betur í kapphlaupinu við Mark Rutgers um boltann. Stefán Logi kom út á móti honum en Hjálmar lék á hann og sendi svo boltann framhjá Grétari í autt markið. Þar með var sigurinn gulltryggður og þrjú dýrmæt stig í húsi hjá Frömurum. Fram - KR 3-0 1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.) 2-0 Almarr Ormarsson (52.) 3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1.034 Dómari: Magnús Þórisson (6)Skot (á mark): 9-10 (5-5)Varin skot: Hannes 5 - Stefán Logi 1.Horn: 5-7Aukaspyrnur fengnar: 8-6Rangstöður: 5-0 Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 7 Paul McShane 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Ingvar Ólason 6 (86. Jón Guðni Fjóluson -) Heiðar Geir Júlíusson 7 Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur Björn Grímsson -) Hjálmar Þórarinsson 8 - maður leiksins (89. Ívar Björnsson -)KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 4 Mark Rutgers 2 Jordao Diogo 3 Gunnar Örn Jónsson 4 (58. Óskar Örn Hauksson 5) Jónas Guðni Sævarsson 4 Baldur Sigurðsson 2 Bjarni Guðjónsson 5 Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -) Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01 Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Auðun: Afar kærkomið Auðun Helgason, fyrirliði Fram, sagði sigur sinna manna á KR í dag vera langþráðan og afar kærkominn. 21. júní 2009 19:01
Grétar: Okkar lélegasti leikur í sumar Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segir að frammistaða sinna manna gegn Fram í dag hafi án nokkurs vafa verið sú lélegasta í sumar til þessa. 21. júní 2009 18:34