Svandís: Hátekjufólk frekar en börn 27. mars 2009 15:24 Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti VG. Svandís Svavarsdóttir segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk. Markmiðið meirihlutans með endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 var að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skorið verði niður um 1.126 milljónir í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði. Samsvarar 15 kennsluvikum Svandís segir að heil kennslustund á dag í þrjú skólaárár verði tekin af grunnskólabörnum í 2. til 4. bekk. Kennslustundin er ekki lögboðin en var sett inn til að styðja börn við heimanám og hefur að sögn Svandísar víða verið notuð til almennrar kennslu. Það sé þó breytilegt eftir skólum. Svandís bendir á fyrir barn í 2. bekk samsvari niðurskurðurinn 15 kennsluvikum á næstum þremur árum. Þá er gert ráð fyrir styttri vistunartíma í frístundaheimilum á frídögum. Svandís telur að skynsamlegra hefði verið að hækka útsvarið heldur en ráðast í sársaukafullar aðgerðir eins og þessar. Á næstu dögum verða kynnt áform um aukna gjaldtöku fyrir foreldra leikskólabarna sem dvelja á leikskólum lengur en átta klukkustundir á dag, að sögn Svandísar. „Þannig að þeir sem eru með börnin sín lengur en átta klukkustundir á dag þurfa að borga mun meira en áður." Þá segir Svandís að 220 milljón króna niðurskurður í viðhaldi á byggingum Reykjavíkurborgar stemmi ekki við áform um að auka mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Í anda hægristjórnmála Svandís segir að þessar aðgerðir stangist á við aðgerðaáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á seinnihluta seinasta árs. Samkvæmt henni ætlaði borgin að standa vörð um grunnþjónstuna, atvinnustigið og störf borgarstarfsmanna og hækka ekki gjaldskrár. „Það er í anda hægristjórnmála að standa vörð um hátekjufólk heldur en grunnþjónustuna. Þannig að þetta er allt eftir bókinni," segir Svandís. Tengdar fréttir Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27. mars 2009 12:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk. Markmiðið meirihlutans með endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 var að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skorið verði niður um 1.126 milljónir í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði. Samsvarar 15 kennsluvikum Svandís segir að heil kennslustund á dag í þrjú skólaárár verði tekin af grunnskólabörnum í 2. til 4. bekk. Kennslustundin er ekki lögboðin en var sett inn til að styðja börn við heimanám og hefur að sögn Svandísar víða verið notuð til almennrar kennslu. Það sé þó breytilegt eftir skólum. Svandís bendir á fyrir barn í 2. bekk samsvari niðurskurðurinn 15 kennsluvikum á næstum þremur árum. Þá er gert ráð fyrir styttri vistunartíma í frístundaheimilum á frídögum. Svandís telur að skynsamlegra hefði verið að hækka útsvarið heldur en ráðast í sársaukafullar aðgerðir eins og þessar. Á næstu dögum verða kynnt áform um aukna gjaldtöku fyrir foreldra leikskólabarna sem dvelja á leikskólum lengur en átta klukkustundir á dag, að sögn Svandísar. „Þannig að þeir sem eru með börnin sín lengur en átta klukkustundir á dag þurfa að borga mun meira en áður." Þá segir Svandís að 220 milljón króna niðurskurður í viðhaldi á byggingum Reykjavíkurborgar stemmi ekki við áform um að auka mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Í anda hægristjórnmála Svandís segir að þessar aðgerðir stangist á við aðgerðaáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á seinnihluta seinasta árs. Samkvæmt henni ætlaði borgin að standa vörð um grunnþjónstuna, atvinnustigið og störf borgarstarfsmanna og hækka ekki gjaldskrár. „Það er í anda hægristjórnmála að standa vörð um hátekjufólk heldur en grunnþjónustuna. Þannig að þetta er allt eftir bókinni," segir Svandís.
Tengdar fréttir Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27. mars 2009 12:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27. mars 2009 12:52