Innlent

Samfylkingin býður fram á Seltjarnarnesi

Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, sem haldinn var mánudagskvöldið 23. nóvember, var samþykkt að flokkurinn bjóði fram í eigin nafni á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Þar segir ennfremur að Jón Magnús Kristjánsson læknir var kosinn nýr formaður félagsins á aðalfundinum og var honum og öðrum í stjórn félagsins falið að hefja undirbúning framboðs þessa fyrsta Samfylkingarlista á Seltjarnarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×