Innlent

Alls ósammála ráðherranum

Steinunn VAldís óskarsdóttir
Steinunn VAldís óskarsdóttir

Reykjavík Með því að reisa flugstöð í jaðri núverandi flugstöðvar, en ekki nýja samgöngumiðstöð fyrir rútur, leigubíla og flug, er Reykjavíkurborg að taka stóra u-beygju að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, sem nú situr í samgöngunefnd Alþingis.

Þetta lýsi hringlandahætti í skipulagsmálum þar.

„Það er búið að vinna að þessu skipulagi, sem miðar að því að flugvöllurinn hopi hægt og bítandi, í tíu ár," segir hún. Skyndilega eigi að hverfa frá því.

Í blaðinu í gær sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra að ein ástæðan fyrir því að lítil flugstöð kæmi til greina væri sú að hagsmunaaðilar hefðu farið fram á að stöðin yrði minni, enda hefði orðið samdráttur í fluginu.

„Ég verð að segja að ég er alveg ósammála þessum yfirlýsingum samgönguráðherra. Flugrekstrar­aðilar eiga ekki að ákveða það hvernig skipulag er í borginni," segir Steinunn Valdís. Það sé pólit­ísk ákvörðun samgönguyfirvalda í samvinnu við borgaryfirvöld á hverjum tíma. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×