Íslenski boltinn

Davíð Þór: Ég sá að Þrótt vantaði 10 til 15 marka mann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Þór Rúnarsson sést hér í leik með Fjölni í bikarúrslitaleik á móti FH.
Davíð Þór Rúnarsson sést hér í leik með Fjölni í bikarúrslitaleik á móti FH. Mynd/Pjetur

Davíð Þór Rúnarsson hefur ákveðið að leika með Þrótti í Pepsi-deildinni í sumar en þessi þrítugi framherji hefur leikið með Fjölni undanfarin þrjú tímabil.

„Þeir höfðu samband fyrir svolítið löngu en ég var ekki viss hvað ég átti að gera. Ég sá að Þrótt vantaði tíu til fimmtán marka mann þannig að ég ákvað að skella mér," sagði Davíð Þór og að venju er aldrei langt í húmorinn hjá honum.

„Þróttarar og fleiri lið voru búin að hafa samband áður en ég tók þá ákvörðun að vera ekki áfram hjá Fjölni. Ég hélt áfram með Fjölni en ákvað síðan að breyta til," sagði Davíð.

Hann hefur ekki áhyggjur þótt að Þrótti hafi verið spáð 12. og síðasta sætinu í deildinni í árlegri spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins.

„Fréttablaðið vissi náttúrulega ekki að ég var að kom þannig að það var ekkert skrítið að blaðið spáði Þrótti neðsta sætinu," sagði Davíð í léttum tón og bætti við.

„Ég held að þetta verði ekki erfitt tímabil hjá okkur. Ég hef fulla trú á þessu og hef engar áhyggjur," sagði Davíð að lokum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×