Innlent

Jákvæð í fjórtán mánuði

fiskur Sjávarafurðir eru tæpur helmingur af öllum útflutningi.Fréttablaðið/gva
fiskur Sjávarafurðir eru tæpur helmingur af öllum útflutningi.Fréttablaðið/gva

Vöruskipti voru hagstæð um 16,4 milljarða króna í október, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Útflutningur nam 47 milljörðum króna í mánuðinum en innflutningur 30,6 milljörðum króna.

Hagfræðideild Landsbankans bendir á að vöruskiptajöfnuður hafi nú verið jákvæður í fjórtán mánuði samfleytt og þetta sé annar mesti afgangurinn sem sést hafi í einum mánuði. Hann var meiri í desember í fyrra þegar vöruskipti voru hagstæð um 24,2 milljarða króna.

Deildin áréttar að taka beri mánaðarlegum tölum um vöruskipti með fyrirvara og horfa fremur á meðaltal til lengri tíma, svo sem til þriggja mánaða. Vöruskipti voru hagstæð um 10,7 milljarða króna að meðaltali á mánuði síðastliðna þrjá mánuði.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×