Erlent

Kengúrur kvelja Ástrala

Óli Tynes skrifar

Það hefur ekki rignt í vesturhluta Queensland í marga mánuði. Gróður er allur skrælnaður. Banhungruð kengúrugreyin flykkjast því inn í bæi á nóttunni þar sem þær nærast í görðum og á umferðareyjum og hvar sem er stingandi strá að finna.

Bændur eiga líka í mestu vandræðum með að verja akra sína. Einn bændanna hafði ákveðið að hvíla hluta af afgirtum ökrum sínum en hefur séð þá fyrirætlun renna út í sandinn þar sem kengúrurnar annaðhvort hoppa yfir girðingarnar eða sparka þær um koll.

Bændur og bæjarbúar gætu fengið leyfi til þess að grisja stofninn með því að skjóta kengúrurnar en segja það gagnslítið.

Fjöldinn sé slíkur að það væri hægt að skjóta 700 dýr á nóttu án þess að sæ högg á vatni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×