Innlent

Kristján Þór og Birkir Jón með flestar útstrikanir í NA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margir strikuðu Kristján Þór Júlíusson út í Norðausturkjördæmi. Mynd/ Kristján Kristjánsson.
Margir strikuðu Kristján Þór Júlíusson út í Norðausturkjördæmi. Mynd/ Kristján Kristjánsson.
Kristján Þór Júlíusson og Birkir J. Jónsson alþingismenn eru með flestar útstrikanir í Norðausturkjördæmi, en hvor þeirra um sig virðist vera með á þriðja hundrað útstrikanir. Kristján Möller samgönguráðherra er með um það bil 170 útstrikanir, en aðrir voru með mun færri. Þetta sýnir grófleg athugun yfirkjörstjórnar á útstrikunum.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar, segir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir á morgun. Verði endanlegar niðurstöður í takt við þær tölur sem nú liggja fyrir eru útstrikanir það fáar að það mun ekki hafa nein áhrif á kjör þingmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×