Enski boltinn

Sundboltastrákurinn er niðurbrotinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markið fræga.
Markið fræga.

Drengurinn ungi sem kastaði sundboltanum inn á völlinn í leik Sunderland og Liverpool er niðurbrotinn eftir atvikið fræga. Strákurinn er aðeins 16 ára gamall og grjótharður stuðningsmaður Liverpool.

The Sun segist vita hver drengurinn sé en sýnir hvorki mynd af honum né birtir nafn hans til þess að vernda hann.

Að sögn blaðsins fer strákurinn á flesta leiki Liverpool og leggur oftar en ekki á sig löng ferðalög til þess að styðja liðið. Í glugga á heimili hans má svo sjá Liverpool-merkið í glugganum.

The Sun kíkti í heimsókn til fjölskyldu hans en faðir drengsins sagði fjölskylduna ekkert hafa að segja og skellti síðan hurðinni framan í blaðamann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.