Íslenski boltinn

Jóhann Berg farinn til Hollands

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Breiðabliki.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Breiðabliki. Mynd/Stefán

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Breiðabliks, hélt í dag til Hollands þar sem hann mun æfa með úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, varðist allra frétta af málinu en hann hefur áður sagt í samtali við Vísi að eiginlegum viðræðum við AZ og fleiri félög sé lokið. Þeirra á meðal séu Coventry, Heerenveen og HSV.

Það hefur staðið til í fleiri mánuði að Jóhann Berg færi utan í atvinnumennsku en samningaviðræður hafa enn ekki borið árangur.

Einar sagði þó að málin myndu skýrast endanlega áður en félagaskiptaglugginn lokar í upphafi næsta mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×