Enski boltinn

Kinnear biður Ashley um peninga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear hefur greint frá því að hann hefur farið fram á að Mike Ashley, eigandi Newcastle, opni budduna til þess að félagið geti keypt nýja leikmenn í mánuðinum.

Kinnear sagði í samtali við The Sun að vegna mikilla meiðsla eigi liðið í miklum vandræðum en alls eru ellefu leikmenn Newcastle á sjúkralista.

„Boltinn er hjá Mike," sagði Ashley. „Við þurfum að bregðast skjótt við. Mike veit af ástandinu og ef við fáum ekki nýja leikmenn til félagsins mun það valda mér miklum vonbrigðum."

Newcastle mætir Hull í síðari leik liðanna í ensku bikarkeppninni í kvöld en þó svo að Kinnear vill að Newcastle gangi sem best í öllum keppnum vildi hann helst sleppa við leikinn í kvöld.

„Ef tveir leikmenn til viðbótar meiðast þá veit ég hreinlega ekki hvað ég ætti að gera fyrir leikinn gegn Blackburn á laugardaginn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×