Erlent

Maður handtekinn í breska þinginu

Eric Pickles, framkvæmdastjóri Íhaldsflokksins. Hinn handtekni var gestur í boði sem Eric hélt.
Eric Pickles, framkvæmdastjóri Íhaldsflokksins. Hinn handtekni var gestur í boði sem Eric hélt.
Karlmaður var handtekinn rétt fyrir utan þingsal neðri deildar breska þingsins í kvöld. Þar fór fram þingfundur um málefni Afríku. Maðurinn var gestur í boði fyrir blaðamenn sem Eric Pickles, framkvæmdastjóri Íhaldsflokksins, stóð fyrir.

Ekki er vitað af hverju maðurinn var handtekinn en samkvæmt fyrstu fréttum Sky fréttastofunnar þurftu lögreglumenn að beita piparúða við handtökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×