Innlent

Forseti Alþingis fundar í Brussel

Forseti Alþingis, þingmenn og starfsmenn Alþingis funduðu í gær með fulltrúum Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu.

Í tilkynningu kemur fram að Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hafi ætlað að hitta Jerzy Buzek, forseta Evrópuþingsins. Þá yrði fundað með Gabriele Albertini, formanni utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, Cristian Dan Preda, framsögumanni nefndar­innar um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, og fleiri nefndarmönnum.

Með Ástu í för eru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, og Ragnheiður E. Árnadóttir þingmaður, auk starfsfólks þingsins, Þorsteins Magnússonar, Stígs Stefánssonar og Jörundar Kristjánssonar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×