Erlent

Fundu fjögur börn í rústum húss

Palestínumenn biðja fyrir framan lík fjörtíu og tveggja manna sem létust í árás á skóla sameinuðu þjóðanna á Gaza.
Palestínumenn biðja fyrir framan lík fjörtíu og tveggja manna sem létust í árás á skóla sameinuðu þjóðanna á Gaza. MYND/Getty

Alþjóða rauði krossinn sakar Ísraelsmenn um slæma framkomu gagnvart almennum borgurum, eftir að starfsmenn samtakanna fundu fjögur börn sem héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar í húsarústum á Gaza.

Fram kemur á vef BBC að læknateymi á vegum Rauða Krossins fann í gær lík tólf manna í rústum húss og fjögur afar veikburða börn við hlið látinna mæðra sinna. Samtökin segja að hjálparstarfsmönnum hafi verið meinaður aðgangur að staðnum í marga daga.

Ísraelsher hefur enn ekki svarað ásökununum, en segist vinna náið með hjálparstofnunum, svo aðstoða megi almenna borgara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×