Enski boltinn

N'Zogbia orðaður við tvö félög

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Charles N'Zogbia í leik með Newcastle.
Charles N'Zogbia í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Charles N'Zogbia, leikmaður Newcastle, segir að umboðsmenn sínir séu í viðræðum við bæði Tottenham og Aston Villa.

N'Zogbia hefur ekki farið leynt með þann áhuga sinn að leita á önnur mið og hefur hann áður sagt að helst vilji hann fara til Arsenal.

„Miðað við hvað umboðsmenn mínir segja er Arsenal enn inn í myndinni en það hefur enginn frá þeim haft beint samband við okkur," sagði N'Zogbia í samtali við franska fjölmiðla.

„En þetta eru þrjú frábær félög og mér er heiður sýndur að þau hafi áhuga á að fá mig."

Hann á ekki heldur von á því að Newcastle muni standa í vegi fyrir sér.

„Ég held að Newcastle muni leyfa mér að fara ef stóru félagin koma með gott tilboð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×