Erlent

Ísraelar útliloka vopnhlé nema Shalit verði sleppt

Ehud Olmert, fráfarndi forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, fráfarndi forsætisráðherra Ísraels.
Ráðamenn í Ísrael hafa ekki hug á að semja um vopnahlé við Hamassamtökin nema ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels. Að undanförnu hefur verið unnið að samkomulagi um 18 mánaða vopnahlé á svæðinu.

Egyptar hafa ítrekað reynt að miðla málum í deilunni og leggja áherslu á lengra vopnhlé, að stríðandi fylkingar skiptist á föngum og að landamærin við Gaza verði opnuð á nýjan leik.

Shalit hefur verið í haldi Palestínumanna allt frá því 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×