Erlent

Framhjól lét undan í lendingu

Frá vettfangi í gær.
Frá vettfangi í gær. MYND/AP

Betur fór en á horfðist þegar AVRO-146 flugvél breska flugfélagsins British Airways  hlekktist á í lendingu á London City flugvellinum í gær. Framhjól flugvélarinnar lét undan í lendingu með þeim afleiðingum að vélin skall á flugbrautina.

Rúmlega 70 manns voru um borð í vélinni sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Fjórir hlutu minniháttar meiðsl en aðrir sluppu ómeiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×