Erlent

Afvopnunarviðræður halda áfram í lok næsta mánaðar

Medvedev Rússlandsforseti og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mynd/ AP
Medvedev Rússlandsforseti og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mynd/ AP
Afvopnunarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna verður framhaldið í lok næsta mánaðar en sendinefndir ríkjanna funduðu í Genf í Sviss nú í vikunni. START samkomulagið frá árinu 1991 sem kveður á um fækkun kjarnorkuvopna rennur út í lok þess árs. Bæði ríkin hafa lýst yfir vilja til að endurnýja samkomulagið til tíu ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×