Erlent

Einn öflugasti sjónauki heims

Kominn í notkun Sjónaukinn mikli á Kanaríeyjum.fréttablaðið/AP
Kominn í notkun Sjónaukinn mikli á Kanaríeyjum.fréttablaðið/AP
Einn öflugasti sjónauki heims hefur verið tekinn í notkun á Kanaríeyjum. Jóhann Karl Spánarkonungur vígði hann.

Sjónaukinn stendur efst á útkulnuðu eldfjalli og verður notaður til að kanna dauft ljós frá fjarlægum hlutum alheimsins.

Meira en þúsund manns hafa unnið að uppsetningu sjónaukans, sem heitir Gran Telescopio Canarias, en skipulagning hófst árið 1987.

Vísindamenn segja að hann muni nýtast til að kanna uppruna stjarna, eðli svarthola og greina efnasamsetningu allt aftur að upphafi heimsins í Miklahvelli.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×