Telur að Icesave hafi fengið vandaða meðferð Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. desember 2009 20:25 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í lokaumræðum um Icesave í kvöld að frumvarp um Icesave hefði fengið vandaða málsmeðferð í þinginu. Fyrirvarar hefðu verið settir við ríkisábyrgð á samningnum sem myndu lágmarka áhættuna fyrir Íslendinga. Jóhanna sagði að Icesave væri hvorki bráðasti skuldavandi Íslendinga né sá sem íþyngdi þjóðinni mest. Þrátt fyrir það hafi samningar staðið yfir í heilt ár. Þá benti Jóhanna á að lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson hafi gefið álit þess efnis að frumvarpið samrýmist stjórnarskránni. Loks sagði Jóhanna að IFS greining hefði komist að þeirri niðurstöðu að 10% líkur væru á greiðslufalli íslenska ríkisins miðað þá forsendu að Icesave yrði samþykkt. Hins vegar hefði ekki verið spurt hverjar líkurnar væru á greiðslufalli ef Icesave yrði ekki samþykkt. „Mér er nærri að halda að þá muni líkurnar margfaldast," sagði Jóhanna. Ef Íslendingar skoruðust undan því að greiða Icesave myndu alþjóðlegar stofnanir og lánsmatsfyrirtæki líta svo á að um greiðslufall væri að ræða og meðhöndla Ísland í samræmi við það. Tengdar fréttir Vill að þjóðin kjósi um Icesave Birgitta Jónsdóttir, sagði við lokaumræður um Icesave á þingi í kvöld, að þingmönnum bæri skylda til þess að samþykkja ekki eitthvað sem myndi valda þjóðinni skaða til lengri tíma. Hún sagði að allt tal um sjö ára skjól fyrir skuldbindingunni vegna þess að greiðslur af Icesave skuldbindingunum hæfust ekki fyrr en 2016 væri blekking. Tekjuskattur frá 80 þúsund Íslendingum færu í að greiða vexti. 30. desember 2009 21:38 Segir meirihlutann ekki þora að láta Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnarmeirihlutinn sæi alla vankanta á þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesave málinu vegna þess að allir vissu að málið fengist ekki samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu. Sigmundur sagði jafnframt, í lokaumræðum um Icesave á Alþingi í kvöld, að allt of margir þingmenn hefðu fallið í þá gryfju að verja sitt lið í málinu. „Það er gengið býsna langt í því að verja sitt lið í þessu máli,“ sagði Sigmundur. 30. desember 2009 21:25 Segir íslenska dómstóla gelda með Icesave samningunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingum beri hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til þess að bera þær byrðar sem Icesave skuldbindingin feli í sér. Íslendingar hafi heldur enga pólitíska hagsmuni af málinu. 30. desember 2009 20:44 Nauðsynlegt að snúa sér að uppbyggingunni framundan Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að enginn hafi haldið öðrum fram en að Icesave málið væri vont og sársaukafullt mál fyrir Íslendinga. Málið myndi hins vegar ekki gleymast og það myndi ekki gufa upp. Hann benti á að spár gerðu ráð fyrir að í lok næsta árs yrði Icesave skuldbindingin 10% af heildarskuldbindingum ríkisins. Gjaldþrot Seðlabanakans væri stærra mál en Icesave skuldbindingarnar. 30. desember 2009 21:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í lokaumræðum um Icesave í kvöld að frumvarp um Icesave hefði fengið vandaða málsmeðferð í þinginu. Fyrirvarar hefðu verið settir við ríkisábyrgð á samningnum sem myndu lágmarka áhættuna fyrir Íslendinga. Jóhanna sagði að Icesave væri hvorki bráðasti skuldavandi Íslendinga né sá sem íþyngdi þjóðinni mest. Þrátt fyrir það hafi samningar staðið yfir í heilt ár. Þá benti Jóhanna á að lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson hafi gefið álit þess efnis að frumvarpið samrýmist stjórnarskránni. Loks sagði Jóhanna að IFS greining hefði komist að þeirri niðurstöðu að 10% líkur væru á greiðslufalli íslenska ríkisins miðað þá forsendu að Icesave yrði samþykkt. Hins vegar hefði ekki verið spurt hverjar líkurnar væru á greiðslufalli ef Icesave yrði ekki samþykkt. „Mér er nærri að halda að þá muni líkurnar margfaldast," sagði Jóhanna. Ef Íslendingar skoruðust undan því að greiða Icesave myndu alþjóðlegar stofnanir og lánsmatsfyrirtæki líta svo á að um greiðslufall væri að ræða og meðhöndla Ísland í samræmi við það.
Tengdar fréttir Vill að þjóðin kjósi um Icesave Birgitta Jónsdóttir, sagði við lokaumræður um Icesave á þingi í kvöld, að þingmönnum bæri skylda til þess að samþykkja ekki eitthvað sem myndi valda þjóðinni skaða til lengri tíma. Hún sagði að allt tal um sjö ára skjól fyrir skuldbindingunni vegna þess að greiðslur af Icesave skuldbindingunum hæfust ekki fyrr en 2016 væri blekking. Tekjuskattur frá 80 þúsund Íslendingum færu í að greiða vexti. 30. desember 2009 21:38 Segir meirihlutann ekki þora að láta Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnarmeirihlutinn sæi alla vankanta á þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesave málinu vegna þess að allir vissu að málið fengist ekki samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu. Sigmundur sagði jafnframt, í lokaumræðum um Icesave á Alþingi í kvöld, að allt of margir þingmenn hefðu fallið í þá gryfju að verja sitt lið í málinu. „Það er gengið býsna langt í því að verja sitt lið í þessu máli,“ sagði Sigmundur. 30. desember 2009 21:25 Segir íslenska dómstóla gelda með Icesave samningunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingum beri hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til þess að bera þær byrðar sem Icesave skuldbindingin feli í sér. Íslendingar hafi heldur enga pólitíska hagsmuni af málinu. 30. desember 2009 20:44 Nauðsynlegt að snúa sér að uppbyggingunni framundan Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að enginn hafi haldið öðrum fram en að Icesave málið væri vont og sársaukafullt mál fyrir Íslendinga. Málið myndi hins vegar ekki gleymast og það myndi ekki gufa upp. Hann benti á að spár gerðu ráð fyrir að í lok næsta árs yrði Icesave skuldbindingin 10% af heildarskuldbindingum ríkisins. Gjaldþrot Seðlabanakans væri stærra mál en Icesave skuldbindingarnar. 30. desember 2009 21:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Vill að þjóðin kjósi um Icesave Birgitta Jónsdóttir, sagði við lokaumræður um Icesave á þingi í kvöld, að þingmönnum bæri skylda til þess að samþykkja ekki eitthvað sem myndi valda þjóðinni skaða til lengri tíma. Hún sagði að allt tal um sjö ára skjól fyrir skuldbindingunni vegna þess að greiðslur af Icesave skuldbindingunum hæfust ekki fyrr en 2016 væri blekking. Tekjuskattur frá 80 þúsund Íslendingum færu í að greiða vexti. 30. desember 2009 21:38
Segir meirihlutann ekki þora að láta Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnarmeirihlutinn sæi alla vankanta á þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesave málinu vegna þess að allir vissu að málið fengist ekki samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu. Sigmundur sagði jafnframt, í lokaumræðum um Icesave á Alþingi í kvöld, að allt of margir þingmenn hefðu fallið í þá gryfju að verja sitt lið í málinu. „Það er gengið býsna langt í því að verja sitt lið í þessu máli,“ sagði Sigmundur. 30. desember 2009 21:25
Segir íslenska dómstóla gelda með Icesave samningunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingum beri hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til þess að bera þær byrðar sem Icesave skuldbindingin feli í sér. Íslendingar hafi heldur enga pólitíska hagsmuni af málinu. 30. desember 2009 20:44
Nauðsynlegt að snúa sér að uppbyggingunni framundan Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að enginn hafi haldið öðrum fram en að Icesave málið væri vont og sársaukafullt mál fyrir Íslendinga. Málið myndi hins vegar ekki gleymast og það myndi ekki gufa upp. Hann benti á að spár gerðu ráð fyrir að í lok næsta árs yrði Icesave skuldbindingin 10% af heildarskuldbindingum ríkisins. Gjaldþrot Seðlabanakans væri stærra mál en Icesave skuldbindingarnar. 30. desember 2009 21:00