Íslendingarnir í ensku b-deildinni áttu ekki góðan dag þegar heil umferð var leikinn í kvöld.
Reading tapaði 4-1 gegn QPR en Ívar Ingimarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-0 fyrir QPR en Ben Watson hjá QPR hafði fengið rautt spjald eftir hálftíma leik. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik.
Aron Einar Gunnarsson gat ekki leikið í 2-0 tapi Coventry gegn Cardiff vegna meiðsla og sömu sögu er að segja með Kára Árnason sem missti af 3-1 tapleik Plymouth gegn Bristol City. Þá er Heiðar Helguson enn ekki orðinn leikfær með Watford sem gerði 1-1 jafntefli gegn Ipswich.
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Barnsley sem tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest.