Íslenski boltinn

Ásmundur: Snýst um að klára færin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Mynd/Daníel
Ásmundur Arnarsson hefði heldur viljað fá þrjú stig frekar en eitt á Fylkisvellinum í dag en var þó ánægður fá þó að minnsta kosti eitt stig.

Illugi Gunnarsson jafnaði fyrir Fjölni á lokamínútu venjulegs leiktíma gegn Fylki í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Ásmundur er þjálfari Fjölnis.

„Við komum hingað til að fá þrjú stig og ekkert minna," sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. „Við þurfum bráðnauðsynslega á öllum stigunum að halda í fallbaráttunni. En ég var þó ánægður með strákana í dag. Þeir börðust og fengu fullt af fínum færum. En þetta snýst um að klára það sem maður fær."

Mark Illuga var það eina sem Fjölnismenn skoruðu í dag því Ingimundur Níels, Fylkismaður og fyrrum leikmaður Fjölnis, skoraði sjálfsmark í leiknum. Fjölnismenn fengu þó fullt af færum sem fyrr segir. „Það var þó gott að fá þetta mark undir lokin og vona ég að þetta verði stigið sem telji að lokum. Framundan eru ekkert nema bikarleikir en ég held að við verðum að vinna alla leikina okkar til að eiga raunahæfa möguleika á að halda okkur uppi. En það er allt hægt og við höldum í vonina."

Fjölnir er í ellefta sæti deildarinnar með þrettán stig. ÍBV kemur næst með sautján stig en á þrjá leiki til góða á Fjölnismenn. Grindavík er svo í níunda sæti með 21 stig og á tvo leiki til góða á Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×