Enski boltinn

Davenport illa haldinn eftir hrottalega áras

Ómar Þorgeirsson skrifar
Calum Davenport.
Calum Davenport. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Calum Davenport hjá West Ham liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að ráðist var að honum og móður hans á heimili leikmannsins í Bedford í gærkvöldi.

Davenport hlaut alvarleg stungusár á löppum og ástand hans sagt alvarlegt af læknum eftir að hann hafði gengist undir aðgerð en móðir hans var minna slösuð.

„Hugur allra hjá West Ham er með Calum og fjölskyldu hans en vegna rannsóknar lögreglu á málinu getum við ekki gefið frekari upplýsingar um málið," segir í yfirlýsingu frá West Ham.

25 ára maður er nú í varðhaldi vegna grunns um að hafa orðið valdur af árásinni hrottalegu en annar 19 ára maður er einnig í varðhaldi vegna málsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×