Lífið

Tónleikastríð á Menningarnótt

Útvarpsstöðvarnar Rás 2 og Bylgjan munu báðar standa fyrir tónleikum í miðbænum í kvöld klukkan 19.30.
Útvarpsstöðvarnar Rás 2 og Bylgjan munu báðar standa fyrir tónleikum í miðbænum í kvöld klukkan 19.30.

„Margir hafa verið að velta fyrir sér hvort við ættum ekki að vera að „presentera“ Rásar 2 tónleikana og þeir okkar, en Bylgjan hefur verið að þróast mikið og er ekki eins fyrirsjáanleg og fólk myndi halda,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, kynningarstjóri Bylgjunnar, um tónleika útvarpsstöðvarinnar á Ingólfstorgi á Menningarnótt.

Í Hljómskálagarðinum verða hinir árlegu tónleikar Rásar 2 og hefjast tónleikar beggja útvarpsstöðvanna á sama tíma, klukkan 19.30.

Á tónleikum Rásar 2 koma fram hljómsveitirnar Lights on the Highway, Hinn íslenski Þursaflokkur, Paparnir, Ingó og Veðurguðirnir og Páll Óskar, en á tónleikum Bylgjunnar koma fram Hjálmar, Hjaltalín, Baggalútur, Megas og Senuþjófarnir, Sigríður Thorlacius, Pastal og Pinon og Fallegir menn.

Aðspurður viðurkennir Jóhann að hljómsveitirnar á tónleikunum hafi ekki allar fengið mikla spilun á Bylgjunni. „Það má segja að einhverjir tónlistarmenn þarna séu ekki mikið spilaðir á Bylgjunni, en það er mjög fjölbreytt tónlist spiluð á stöðinni svo við kynnum þessa tónleika með miklu stolti,“ segir Jóhann, sem verður líklega kynnir á tónleikunum í kvöld. „Það stefnir allt í að ég kynni þetta sjálfur, enda er ég kynningastjóri Bylgjunnar svo það væri fáranlegt að nota ekki þennan titil,“ bætir hann við og brosir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×