Enski boltinn

Hart og Kidd stýra Portsmouth til loka leiktíðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Hart á hliðarlínunni í gær.
Paul Hart á hliðarlínunni í gær. Nordic Photos / Getty Images
Paul Hart og Brian Kidd munu gegna hlutverki knattspyrnustjóra hjá Portsmouth til loka leiktíðarinnar en það var staðfest eftir að liðið tapaði fyrir Chelsea, 1-0, á heimavelli í gær.

Þetta var fyrsta tap Portsmouth síðan að Hart tók við stjórn liðsins af Tony Adams sem var sagt upp störfum.

„Það er rétt, okkur hefur verið gefið tækifæri að stýra liðinu til loka leiktíðarinnar og við erum hæstánægðir með það," sagði Hart. „Upphaflega átti ég að stýra liðinu í einum leik en nú eru þeir orðnir þrír. En við eigum verk að vinna og það er að halda liðinu í úrvalsdeildinni."

Hann vildi þó lítið tjá sig um hvað tæki við á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×