Fótbolti

Fer Grosso til Bayern?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabio Grosso.
Fabio Grosso. Nordic Photos/Getty Images

Framtíð ítalska varnarmannsins, Fabio Grosso, hjá franska félaginu Lyon er í óvissu en hann hefur mátt verma varamannabekk félagsins síðustu vikur.

Svíinn Kim Kallström hefur mátt spila bakvörð í stað Grosso og hefur sjálfur viðurkennt að finnast það óþægilegt.

Grosso þykir með frambærilegri bakvörðum Evrópu og er þegar byrjað að orða hann við hin og þessi félög.

FC Bayern er talið líklegast sem stendur en mörg félög í heimalandi leikmannsins hafa einnig áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×