Enski boltinn

Drogba orðaður við Marseille

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba, leikmaður Chelsea.
Didier Drogba, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Franskt dagblað segir að Marseille sé að skoða þann möguleika að fá Didier Drogba aftur til félagsins frá Chelsea.

Marseille hefur ekki farið leynt með þann vilja sinn að fá framherja til félagsins nú í mánuðinum og hafa mörg nöfn verið nefnd til sögunnar og nú síðast Drogba sem fór frá Marseille til Chelsea árið 2004.

Það er þó talið afar ólíklegt að Marseille geti mætt launakröfum Drogba sem hefur þó sagt að hann vildi gjarnan ljúka ferlinum hjá Marseille.

Drogba hefur þurft að berjast um sæti í byrjunarliðinu við Nicolas Anelka á tímabilinu og hefur ítrekað verið orðaður við önnur félög í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×