Enski boltinn

Anelka ósáttur við Scolari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea.
Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Nicolas Anelka, framherja Chelsea, og Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóra liðsins, hafi lent saman á æfingu fyrir leikinn gegn Manchester United.

Eftir því sem kemur fram í blaðinu er Anelka hundfúll vegna þeirrar ákvörðunar Scolari að taka hann úr byrjunarliðinu og setja hann á bekkinn þar sem hann hefur verið síðustu þrjá leiki.

Scolari mun hafa sagt Anelka á æfingu fyrir leikinn að hann gæti verið í byrjunarliðinu ef hann myndi spila á vinstri kantinum en Anelka mun hafa þverneitað því.

Þá er því einnig haldið fram að margir leikmanna Chelsea séu óánægðir með störf Scolari en liðið mun á morgun leika gegn Southend í ensku bikarkeppninni. Allt annað en sigur þar yrði stórslys fyrir Chelsea.

Stjórn félagsins mun hittast á fimmtudaginn þar sem farið verður væntanlega yfir stöðu Scolari innan liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×