Enski boltinn

Evra og Ferdinand frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Þeir Rio Ferdinand og Patrice Evra, leikmenn Manchester United, verða frá næstu daga og vikur vegna meiðsla.

Þetta staðfesti Alex Ferguson á blaðamannafundi í dag en Evra er með sködduð liðbönd í fæti og verður sennilega frá í allt að þrjár vikur.

Rio Ferdinand hefur lengi átt við ýmis vandræði í baki að stríða og er talið að hann gæti verið frá vegna þessa í tíu daga. Hann lék sinn síðasta deildarleik gegn Tottenham fyrir réttum mánuði síðan.

Manchester United mætir Wigan í frestuðum deildarleik á morgun og leikur svo gegn Bolton á útivelli um helgina. Ef liðinu tekst að vinna báða þessa leiki kemst það á topp ensku úrvalsdeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×