Enski boltinn

Drogba á sér framtíð hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba, leikmaður Chelsea.
Didier Drogba, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Ray Wilkins, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, segir að Didier Drogba eigi sér vissulega framtíð hjá Chelsea þó að hann hafi ekki verið í leikmannahópi liðsins sem mætti Southend í ensku bikarkeppninni í gær.

Drogba hefur þrálátlega verið orðaður við Inter á Ítalíu þar sem Jose Mourinho, fyrrverandi stjóri Chelsea, er við stjórnvölinn.

Wilkins sagði að það hafi einfaldlega verið taktísk ákvörðun hjá Luiz Felipe Scolari, stjóra Chelsea, að velja Drogba ekki í hópinn.

„Við erum með mjög stóran leikmannahóp og marga sterka leikmenn. Felipe fannst að Anelka ætti að spila þennan leik."

„Hvort Didier spili um helgina á eftir að koma í ljós en hann er svo sannarlega mikilvægur leikmaður í okkar röðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×