Enski boltinn

Cisse vill vera áfram hjá Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djibril Cisse í leik með Marseille á síðustu leiktíð.
Djibril Cisse í leik með Marseille á síðustu leiktíð. Nordic Photos / AFP

Djibril Cisse vill gjarnan vera lengur hjá Sunderland en hann er nú á láni hjá félaginu frá franska úrvalsdeildarliðinu Marseille.

Lánssamningur Cisse gildir til loka tímabilsins en þá á Sunderland möguleikann á því að kaupa hann fyrir verð sem félögin hafa þegar samþykkt.

Marseille á þó í miklum meiðslavandræðum með sína sóknarmenn þessa stundina og vildi því gjarnan fá Cisse aftur til félagsins.

„Ég skil vel að þeir vilja fá mig en ef ég á að vera hreinskilinn þá vil ég vera hér áfram," sagði Cisse í samtali við enska fjölmiðla. „Mér líður vel hér. Markmið mitt var að skora fimmtán mörk í vetur en ég hef nú þegar skorað níu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×