Erlent

Ískyggileg tengsl koffeins og ofskynjana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reallynatural.com

Fólk sem drekkur sjö eða fleiri kaffibolla á dag getur átt það á hættu að upplifa vægar ofskynjanir. Þetta leiðir ný bresk rannsókn á 219 háskólanemendum í ljós.

Hættumörkin liggja að sögn rannsakenda við 330 milligrömm af koffeini yfir daginn en slík neysla mun geta valdið aukinni losun streituhormónsins cortisols. Meðal þess sem sumir nemendanna í rannsóknarhópnum skynjuðu við koffeinneysluna voru dularfullar raddir og sumir töldu sig finna fyrir návist framliðinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×