Enski boltinn

Bullard fer ekki til Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Fulham.
Jimmy Bullard í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Ekkert verður af því að Jimmy Bullard verði seldur til Bolton þar sem að félagið telur sig ekki getað gengið að kröfum Fulham.

Bullard hefur verið sagður á leið frá Fulham þar sem samningaviðræður hans við félagið hafa gengið hægt. Bolton var reiðubúið að borga fimm milljónir punda fyrir hann en Fulham vill meira en það. Arsenal og Tottenham eru einnig sögð hafa áhuga á honum.

„Ég held að ég hafi talað við fimm umboðsmenn sem allir hafa sagst vera fulltrúar Jimmy Bullard," sagði Gary Megson, stjóri Bolton. „En ég talaði við Alistair Mackintosh (framkvæmdarstjóra Fulham) sem sagði mér beint út hver staðan væri. Ég nefndi tölu við hann og sagði að hún myndi ekki duga. Því ákváðum við að fara ekki lengra með málið."

Megson er þó enn ákveðinn í því að styrkja lið Bolton fyrir komandi átök nú í janúarmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×