Enski boltinn

Hughes segir Kaka enn í myndinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes, knattspyrnustjóri City.
Mark Hughes, knattspyrnustjóri City. Nordic Photos / Getty Images

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið eigi enn í viðræðum um kaup á Brasilíumanninum Kaka frá AC Milan.

Í morgun var það staðhæft á vefsíðunni arabianbusiness.com að City væri hætt við að reyna að kaupa Kaka en Hughes segir þá frétt ranga.

Mark Bowen, aðstoðarstjóri City, sagði enn fremur að félagið væri nokkuð nálægt því að ná samningum í höfn.

„Ég hef séð þessar fréttir en það verður að hafa í huga að þeir sem þarna fá að tjá sig tala ekki fyrir hönd eiganda félagsins eða stjórnarformanninn," sagði Hughes við enska fjölmiðla.

„Þessar fregnir eru rangar því viðræður eru enn í gangi. Það er ómögulegt að segja hvort þær beri árangur en við munum láta alla vita þegar það er frá einhverju að segja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×